A landslið kvenna mætir Danmörku á þriðjudag í síðasta leik liðsins í riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA.
Leikurinn fer fram á Viborg Stadium og hefst hann kl. 18:30 að íslenskum tíma. Bein útsending verður frá leiknum á RÚV.
Ísland vann 2-1 sigur gegn Wales á föstudag á meðan Danmörk tapaði 0-3 gegn Þýskalandi ytra. Með sigrinum tryggði Ísland sér sæti í umspili um að halda sæti sínu í A deild Þjóðadeildarinnar, en Danmörk er í öðru sæti riðilsins með jafn mörg stig og Þýskaland sem er í efsta sæti.
Danmörk vann fyrri leik liðanna, á Laugardalsvelli í október, 1-0. Leikurinn á þriðjudag verður fimmtánda viðureign þjóðanna. Ísland hefur unnið tvo, Danmörk níu og þrír hafa endað með jafntefli.