Íslenska kvennalandsliðið í flokki 20 ára og yngri tapaði stórt gegn Austurríki í dag og fer því ekki á HM á næsta ári.
Leikið var á Spáni. Um úrslitaleik um sæti á mótinu var að ræða en íslenska liðið sá aldrei til sólar.
Lokatölur urðu 6-0 þar sem Nicole Ojukwu gerði þrennu fyrir Austurríki.