Simon Hopper dómari í ensku úrvalsdeildinni fær enga refsingu fyrri mistök sín í leik Manchester City og Tottenham um helgina.
Hooper sem er 41 árs gamall dæmir leik Sheffield United og Liverpool á miðvikudag.
Allir sem tengjast Manchester City eru ósáttir með Hooper dómara leiksins gegn Tottenham í gær. Atvik undir lok leiksins er afar umdeilt.
Brotið var á Erling Haaland framherja City sem stóð strax upp og sendi Jack Grealish í gegn.
Hooper ætlaði að dæma brot en hætti við, þegar hann sá svo boltann fara í gegnum vörn Tottenham tók hann aftur upp flautuna og dæmdi brot.
Jack Grealish var þá að sleppa einn í gegnum vörn Tottenham þegar Hooper flautaði.
Hooper fær enga refsingu og verður á flautunni þegar eitt lélegasta lið deildarinnar mætir einu besta liði deildarinnar.