Newcastle er að skoða það að fá David de Gea til félagsins en hann getur komið strax inn. Félagið leitar að markverði vegna meiðsla Nick Pope.
Pope meiddist á öxl gegn Manchester United um helgina og verður líklega frá í fimm mánuði vegna þess.
De Gea hefur ekki fundið sér félag eftir að Manchester United lét hann fara frá félaginu.
De Gea gæti komið strax inn og byrjað að spila með Newcastle en Eddie Howe virðist ekki treysta Martin Dubravka eða Loris Karius til að standa vaktina í markinu.
De Gea var í tólf ár hjá Manchester United áður en hann fór en hann hefur hafnað nokkrum tilboðum undanfarna mánuði og þar á meðal frá Sádí Arabíu.