Samkvæmt útvarpsþættinum Fótbolta.net ætlar Þorvaldur Örlygsson að bjóða sig fram til formanns KSÍ. Þetta kom fram í þættinum um helgina.
Þorvaldur er í dag rekstrarstjóri Stjörnunnar en hann hefur víðtæka reynslu úr fótboltanum.
Þorvaldur var atvinnumaður á sínum tíma, hann var landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur þjálfað félagslið og þjálfað yngri landslið Íslands.
Guðni Bergsson fyrrum formaður KSÍ hefur staðfest framboð til formanns þegar kosið verður í febrúar. Þorvaldur virðist ætla að taka slaginn við Guðna.
Vanda Sigurgeirsdóttir, núverandi formaður KSÍ ákvað að bjóða sig ekki aftur fram og lýkur hennar formannstíð í febrúar.
Þorvaldur hefur samkvæmt heimildum 433.is hringt í félög víða um land undanfarnar vikur og kannað hvort hann eigi möguleika á að verða formaður sambandsins.