Mjög umdeilt atvik átti sér stað undir lok leiks Manchester City og Tottenham í gær, sem lauk með 3-3 jafntefli.
Brotið var á Erling Haaland framherja City sem stóð strax upp og sendi Jack Grealish í gegn. Simon Hooper dómari ætlaði að dæma brot en hætti við, þegar hann sá svo boltann fara í gegnum vörn Tottenham tók hann aftur upp flautuna og dæmdi brot.
Jack Grealish var þá að sleppa einn í gegnum vörn Tottenham þegar Hooper flautaði.
Pep Guardiola var spurður út í atvikið eftir leik en sagðist þá ekki ætla að koma með „Mikel Arteta-ummæli“ eins og hann orðaði það.
Var hann þar greinilega að skjóta á fyrrum lærisvein sinn Arteta sem kvartaði sáran undan dómgæslunni á Englandi á dögunum eftir tap Arsenal gegn Newcastle.
Arteta var spurður út í þetta á blaðamannafundi í dag fyrir leik Arsenal gegn Luton á morgun.
„Næsta spurning, takk,“ sagði hann þá og hló. Myndband af þessu er hér að neðan.
"On to the next one please." 😂
Mikel Arteta reacts to Pep Guardiola's post-match interview! pic.twitter.com/cCoiF2CSYh
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 4, 2023