Kobbie Mainoo gæti verið að festa sig í sessi í aðalliði Manchester United en hann fékk að byrja í gær gegn Newcastle.
Enskir miðlar greina frá því að Mainoo sé við það að fá háa launahækkun en um er að ræða aðeins 18 ára gamlan strák.
Klásúla er í samningi leikmannsins sem mun tvöfalda laun hans ef honum tekst að spila nógu marga leiki með aðalliðinu í vetur.
Mainoo er á fínum launum miðað við aldur en hann fær tíu þúsund pund á viku – þau laun munu hækka í 20 þúsund pund á næstunni.
Miðjumaðurinn hefur alls spilað níu leiki fyrir félagið og þá fimm á þessu tímabili í öllum keppnum.