Xavi, stjóri Barcelona, hefur staðfest það að hann hafi reynt að fá óvænt nafn til félagsins í sumar.
Um er að ræða framherjann Alvaro Morata sem leikur með Atletico Madrid og á að baki leiki fyrir bæði Chelsea og Real Madrid.
Xavi er mikill aðdáandi Morata og vildi fá leikmanninn í sumar en það var að lokum ekki möguleiki að hans sögn.
,,Það er alveg rétt að ég hafi viljað semja við hann, það var möguleiki um tíma,“ sagði Xavi við fjölmiðla.
,,Ég ræddi við hann og vildi fá hann í mitt lið en það var að lokum ekki mögulegt. Þetta er framherji sem ég er mjög hrifinn af.“
,,Hann leggur sig mikið fram fyrir liðið og hjálpar á meira en einn hátt. Ég er mjög hrifinn af þessum leikmanni.“