Barcelona 1 – 0 Atletico Madrid
1-0 Joao Felix(’28)
Joao Felix reyndist hetja Barcelona í kvöld er liðið mætti Atletico Madrid í spænsku deildinni.
Felix er auðvitað leikmaður Atletico en hann gekk í raðir Barcelona í sumar á lánssamningi.
Felix skoraði eina markið í kvöld á Nou Camp en hann kom boltanum í netið á 28. mínútu leiksins.
Ljóst er að Felix er ekki of vinsæll á meðal stuðningsmanna Atletico þessa stundina og á líklega enga framtíð fyrir sér þar.