Skemmtikrafturinn og hlaðvarpsstjarnan Hjálmar Örn Jóhannsson var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar sem kemur út alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Þegar umræða var tekin um Meistaradeild Evrópu og leik PSG og Newcastle kom Hjálmar inn á umræðu sem hefur verið á lofti lengi tengd félögum sem eru í eigu Mið-Austurlanda. PSG er í eigu Katara og Newcastle í eigu Sáda.
„Það er eitt sem stuðar mig rosalega og það er að eftir hvern einasta leik kemur þessi umræða með einhverja olíupeninga. Þarna voru tvö olíulið en þá voru menn komnir í að það væru meiri peningar í Katar. Þetta er orðið svo þreytt,“ sagði Hjálmar en PSG fékk umdeilt víti í leiknum.
„Við skulum hafa það alveg á hreinu að það er enginn að múta neinum. Ég veit að einhverjir samsæriskenningamenn halda það en það er ekki þannig,“ bætti hann við.
Umræðan í heild er hér ofar og þátturinn hér að neðan.