Anthony Martial er í raun gagnslaus á velli ef þú spyrð goðsögn Manchester United, Peter Schmeichel.
Martial átti enga frábæra innkomu í vikunni er Man Utd gerði 3-3 jafntefli við Galatasaray í Meistaradeildinni.
Martial kom inná sem fremsti maður í stað Rasmus Hojlund en sá síðarnefndi hafði lagt hart að sér í leiknum.
Man Utd komst 2-0 yfir í Meistaradeildinni en ekkert virtist ganga upp eftir að Frakkinn umdeildi steig inn á völlinn.
,,Það þarf að horfa á leikmennina sem eru að koma inná, Rasmus Hojlund fór af velli og pressan fram á við var engin,“ sagði Schmeichel.
,,Þessi gæi sem Erik ten Hag ákvað að setja inná, hann gerir ekki neitt. Þú varst með mann sem leggur sig mikið fram og allt í einu er engin pressa fram á við.“
,,Það gefur andstæðingnum tækifæri á að senda boltann sín á milli, það er mikið sem er hægt að horfa í.“