fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
433Sport

Onana fengi aldrei að spila aftur ef hann væri leikmaður úr akademíunni

Victor Pálsson
Sunnudaginn 3. desember 2023 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher, goðsögn Liverpool, var harðorður í garð markmannsins Andre Onana fyrir helgi eftir leik Manchester United og Galatasaray.

Onana var ekki sannfærandi í 3-3 jafntefli í Meistaradeildinni en hann hefur hingað til ekki verið mjög öruggur á tímabilinu.

Carragher telur að Onana sé að fá of mörg tækifæri og of mikið traust í markinu og ef hann væri leikmaður úr akademíu félagsins fengi hann ekki eina einustu mínútu til viðbótar í vetur.

Onana spilaði einnig með Man Utd í gær sem tapaði 1-0 gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.

,,Onana kostaði liðið stig bæði heima og úti gegn Galatasaray og var lélegur gegn Bayern Munchen,“ sagði Carragher.

,,Hann varði víti gegn FC Kaupmannahöfn á Old Trafford en það er einn plús á móti mörgum mínusum. Hvernig hann stóð sig í Tyrklandi, það er óásættanlegt fyrir markmann Manchester United.“

,,Ef hann væri leikmaður úr akademíunni og hefði boðið upp á sömu frammistöðu þá myndi hann aldrei spila fyrir aðalliðið aftur. Hann hefur kostað allt of mörg mörk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu
Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

11 milljarða maðurinn flýgur til Englands á morgun

11 milljarða maðurinn flýgur til Englands á morgun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“
433Sport
Í gær

Walker færist nær því að yfirgefa City

Walker færist nær því að yfirgefa City
433Sport
Í gær

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi