Skemmtikrafturinn og hlaðvarpsstjarnan Hjálmar Örn Jóhannsson var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar sem kemur út alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Rætt var um Bestu deild karla í þættinum og Hrafnkell kom með stóra fullyrðingu um Stjörnuna.
„Það eru strákar þar sem eru fæddir 2002 til 2006-2007. Þeir geta bætt sig rosalega á einu ári. Ég gæti alveg séð Stjörnuna vinna þetta á næsta ári. Sérstaklega ef Alex Þór og Óli Valur koma aftur eins og hefur verið talað um,“ sagði hann.
„Það eru stór orð í desember,“ sagði Hjálmar þá.
Umræðan í heild er hér ofar og þátturinn hér að neðan.