Það fór fram frábær leikur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er Manchester City tók á móti Tottenham.
Man City var töluvert sterkari aðilinn í þessum leik en honum lauk þó með 3-3 jafntefli á Etihad.
Erling Haaland, leikmaður Manchester City, var afskaplega ósáttur við dómgæsluna undir lokin er Jack Grealish var að sleppa einn í gegn.
Grealish hefði getað tryggt heimamönnum stigin þrjú en dómarinn, Simon Hooper, d´mdi brot í staðinn.
Brotið var á Haaland við miðjulínuna en hagnaðarreglan var ekki notuð skynsamlega af hálfu dómarans.
Hér má sjá atvikið.
— Erling Haaland (@ErlingHaaland) December 3, 2023