Manchester United gerði mistök í sumarglugganum með því að losa sig við markmanninn David de Gea á frjálsri sölu.
United ákvað að bjóða De Gea ekki nýjan samning og er hann nú frjáls sinna ferða en hefur ekki fundið nýtt félag.
Andre Onana var fenginn til Man Utd í sumar og tók við af De Gea en hann hefur ekki beint staðist væntingar hingað til.
Lee Sharpe, fyrrum leikmaður Man Utd og Grindavíkur, er nokkuð viss um að hans fyrrum menn hafi gert mistök með því að losa Spánverjann.
,,Þetta líta klárlega út fyrir að vera mistök þessa stundina. Það var mjög skrítið hvernig þeir losuðu sig við De Gea. Ég veit hann gerði stór mistök á síðustu leiktíð en hann var í heildina mjög stöðugur,“ sagði Sharpe.
,,Hann hélt United inn í leikjum og vann nokkra leiki sjálfur svo það var í raun svekkjandi að sjá hvernig honum var kastað burt.“
,,Það er alltaf áhætta að fá inn einhvern sem þekkir ekki ensku úrvalsdeildina og það er maðurinn sem á að standa í búrinu.“