Barcelona gæti mögulega losað sig við Robert Lewandowski á frjálsri sölu á næsta ári – fréttir sem koma mörgum á óvart.
Lewandowaski hefur verið mjög flottur fyrir Barcelona síðan hann gekk í raðir félagsins frá Bayern Munchen fyrir síðasta tímabil.
Sport á Spáni segir að Barcelona geti rift samningi leikmannsins frítt ef hann spilar ekki í meira en 45 mínútur í 55 prósent leikja tímabilsins.
Pólverjinn skoraði 33 mörk í 46 leikjum á síðustu leiktíð en hefur ekki alveg náð sömu hæðum í vetur og er með átta mörk í 16 leikjum.
Barcelona ku íhuga það sterklega að losa sig við Lewandowski 2024 en hann er 35 ára gamall og er kominn á seinni ár ferilsins.