Skemmtikrafturinn og hlaðvarpsstjarnan Hjálmar Örn Jóhannsson var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar sem kemur út alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Manchester United var auðvitað í umræðunni í þættinum en liðið gerði 3-3 jafntefli við Galatasaray á dögunum. Hrafnkell vildi sjá Kobbie Mainoo í byrjunarliði United eftir frábæra frammistöðu gegn Everton.
„Þú sérð það þarna að hann er ekki með sjálfstraust. Stjóri með sjálfstraust hefði sett Kobbie Mainoo í byrjunarliðið. Í staðinn fer hann í Amrabat út af einhverri reynslu í Evrópukeppni,“ sagði Hrafnkell um Erik ten Hag, stjóra United.
Hjálmar tók til máls.
„Horfðu menn ekkert á þessa Fiorentina leiki með Amrabat? Tottenham var orðað við hann og ég hugsaði: Hverju á þessu gæi að bæta við? Svo endar United á að taka hann, stærsta félag í heimi.“
Umræðan í heild er hér ofar og þátturinn hér að neðan.