Martin Ödegaard er ekki sami leikmaður í dag og hann var á síðustu leiktíð að sögn Emmanuel Petit, fyrrum leikmanns Arsenal.
Ödegaard er einn mikilvægasti leikmaður Arsenal í dag og ber einnig fyrirliðaband liðsins í toppbaráttunni.
Norðmaðurinn var frábær á síðustu leiktíð en hefur í raun ekki náð sömu hæðum undanfarna mánuði.
,,Ödegaard er ekki sami leikmaður og hann var á síðustu leiktíð. Hann gerir fleiri mistök og virðist vera þreyttur andlega og líkamlega,“ sagði Petit.
,,Það er ekki auðvelt að spila á þriggja daga fresti og svo þarftu að spila með landsliðinu.“
,,Þessir leikmenn eru ekki að fá nógu mikla hvíld, þess vegna hefur Arsenal misst nokkra í meiðsli undanfarið. Það sama gerðist á síðustu leiktíð.“