Romelu Lukaku gæti verið á leið aftur í ensku úrvalsdeildina ef marka má belgíska miðilinn Voetbalkrant.
Lukaku er sjálfur frá Belgíu og er markahæstur í sögu landsliðsins en hann leikur í dag með AS Roma á Ítalíu.
Lukaku er samningsbundinn Chelsea en er í láni hjá Roma og mun enska liðið reyna að selja hann á næsta ári.
Chelsea keypti Lukaku frá Inter Milan fyrir um 100 milljónir punda en er tilbúið að selja fyrir aðeins 37.
Newcastle ku vera að horfa til leikmannsins sem hefur skorað níu nörk í 15 leikjum á þessu tímabili.
Lukaku er þrítugur í dag og þekkir vel til Englands og á að baki leiki fyrir Chelsea, West Brom, Everton og Manchester United.