fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
433Sport

Lést aðeins tveimur dögum fyrir afmælisdaginn: Númerið lagt á hilluna – ,,Einn vinalegasti og elskulegasti drengur sem þú gast fundið“

433
Laugardaginn 2. desember 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarleg sorg ríkur nú á meðal margra sem tengjast knattspyrnufélaginu Margate sem leikur í neðri deildunum á Englandi.

Strákur að nafni Michael Britt lét lífið á fimmtudag aðeins tveimur dögum fyrir 21 árs afmæli sitt.

Um var að ræða efnilegan strák sem var fyrirliði FC Baypoint sem er varalið Margate og átti hann framtíðina fyrir sér.

Michael byrjaði að spila fyrir Margate þegar hann var aðeins sex ára gamall en vegna heilsuvandamála þurfti hann að taka sér frí um skeið.

Michael sneri aftur í U23 lið Margate á þessu tímabili en fyrir helgi var andlát hans staðfest.

Það var alltaf draumur leikmannsins að ná langt sem knattspyrnumaður og bjóst Margate við að hann yrði hluti að aðalliðinu í framtíðinni.

Margate hefur staðfest það að númer hans verði lagt á hilluna en Michael klæddist treyju númer tvö nánast allan sinn feril.

,,Þetta var einn vinalegasti og elskulegasti drengur sem þú gast fundið og við fengum að njóta þess að kynnast honum,“ sagði í tilkynningu Margate.

,,Við munum öll sakna þín, þvílíkur strákur og þvílíkur fyrirliði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Salah og stjarna Real Madrid á óskalistanum

Salah og stjarna Real Madrid á óskalistanum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum liðsfélagi ýtir undir fréttirnar af Gyokeres og United

Fyrrum liðsfélagi ýtir undir fréttirnar af Gyokeres og United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United komið í viðræður um danskan landsliðsmann

United komið í viðræður um danskan landsliðsmann
433Sport
Í gær

11 milljarða maðurinn flýgur til Englands á morgun

11 milljarða maðurinn flýgur til Englands á morgun
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“