Skemmtikrafturinn og hlaðvarpsstjarnan Hjálmar Örn Jóhannsson var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar sem kemur út alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Manchester United heimsótti Galatasaray í vikunni og var leikurinn til umræðu. Hjálmar vill meina að heimavöllur sé tyrkneska liðsins sé ekki sama gryfja og margir hafa talað um.
„Þetta á að vera einhver rosaleg gryfja þessi heimavöllur en svo geta þeir aldrei neitt,“ sagði hann og tók dæmi úr leiknum við United.
„Það áttu ekki að vera neinir símar en svo kom mynd og þar voru allir með síma. Þeir eru bara ekkert eins harðir og þeir halda að þeir séu.“
Umræðan í heild er hér ofar og þátturinn hér að neðan.