Newcastle 1 – 0 Man Utd
1-0 Anthony Gordon(’56)
Síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en um var að ræða stórleik laugardagsins og var leikið á St. James’ Park.
Newcastle tók þar á móti Manchester United og það fyrrnefnda var mun sterkari aðilinn í leiknum.
Aðeins eitt mark var skorað og það gerði Anthony Gordon eftir fyrirgjöf bakvarðarins Kieran Trippier.
Heimamenn áttu 22 skot að marki Man Utd gegn aðeins sjö frá gestunum og má með sanni segja að sigurinn hafi verið verðskuldaður.
Newcastle lyfti sér upp í fimmta