Skemmtikrafturinn og hlaðvarpsstjarnan Hjálmar Örn Jóhannsson var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar sem kemur út alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Manchester United heimsótti Galatasaray í vikunni og var leikurinn til umræðu. Hann endaði 3-3 eftir að United hafði komist í 3-1. Vonin um að komast áfram í 16-liða úrslit er veik fyrir enska liðið.
„Það er bara einn maður sem klúðrar þessum leik og það er Andre Onana,“ sagði Hrafnkell en markvörðurinn heillaði ekki marga í leiknum.
United hefur aðeins tekið við sér undanfarið eftir dapra byrjun á leiktíðinni en Hrafnkell hefur ekki hrifist með.
„Ég held að stuðningsmenn Manchester United hafi verið að ljúga að sjálfum sér með að það hafi gengið vel undanfarið. Þeir unnu leiki sem þeir eiga alltaf að vinna. Og í þremur leikjum af fimm eru þeir undir í XG bardaganum.“
Umræðan í heild er hér ofar og þátturinn hér að neðan.