Cristiano Ronaldo komst aldrei nálægt getu Lionel Messi á sínum knattspyrnuferli að sögn Jamie Carragher, fyrrum leikmanns Liverpool.
Lengi var deilt um hvor leikmaðurinn væri betri en þeir eru í dag komnir á seinni árin og eru ekki á meðal þeirra allra bestu að margra mati.
Messi spilar í Bandaríkjunum með Inter Miami en Ronaldo er þá á mála hjá Al-Nassr í Sádi Arabíu.
Carragher viðurkennir að Ronaldo hafi verið frábær markaskorari allan sinn feril en að hann hafi ekki átt roð í Messi er þeir voru báðir upp á sitt besta.
,,Það var aldrei hægt að rífast um þetta. Ronaldo er langt frá því að vera jafn góður og Messi,“ sagði Carragher.
,,Ronaldo er einn besti markaskorari allra tíma en Messi er besti leikmaður allra tíma, þeir eru ekki nálægt hvor öðrum. Ronaldo skoraði mörk, Mesisi skoraði mörk en hann var framúrskarandi leikmaður.“