Íslenska kvennalandsliðið mætir Wales í mikilvægum leik í Þjóðadeild UEFA nú klukkan 19:15. Byrjunarliðið er klárt.
Um er að ræða sama lið og byrjaði tapleikinn gegn Þýskalandi í síðasta glugga.
Ísland er í þriðja og næstneðsta sæti riðilsins með 3 stig. Wales er án stiga.
Hér að neðan má sjá byrjunarlið Íslands.