Búið er að fresta leikjum í skoska boltanum og í FA Bikarnum vegna veðurs á Bretlandi um helgina. Leikir í úrvalsdeildinni gætu verið í hættu samkvæmt enskum miðlum.
Þremur leikjum í skosku B-deildinni og leik Crewe og Bristol Rovers í FA Bikarnum hefur verið frestað.
Miklum kulda er spáð um helgina á Bretlandseyjum og fer frost niður í 10 gráður.
Þó vellir í ensku úrvalsdeildinni séu upphitaðir og þoli nokkurn kulda eru áhyggjur uppi af ferðalögum stuðningsmanna, þar á meðal í stórleikjunum á milli Manchester City og Tottenham og Newcastle og Manchester United.