Fabio Grosso hefur verið rekinn úr starfi sem þjálfari Lyonen hann stýrði aðeins sjö leikjum áður en hann var rekinn.
Lyon er í fallsæti en allt er í klessu hjá þessu stóra félagi.
Grosso tók við Lyon í september en hann komst í fréttirnar þegar stuðningsmenn Marseille réðust að rútu Lyon.
Grosso fékk glerbrot í andlitið og þurfti að sauma Grosso þrettán sinnum í andlitið. Hann var sagður heppin að missa ekki sjónina á öðru auganu.
Grosso stýrði sínum síðasta leik gegn Lille á sunnudag þar sem Hákon Arnar Haraldsson átti góða innkomu.