Sir Jim Ratcliffe sem er líklega að ganga frá kaupum á 25 prósenta hlut á Manchester United vill sækja enska leikmenn.
Daily Mail fjallar um málið en sagt er að Ratcliffe vilji fá inn enska leikmenn í hópinn hjá United.
Ratcliffe mun stýra málefnum tengdum fótbolta hjá félaginu.
Segir Daily Mail að hann vilji kaupa bæði Ivan Toney framherja Brentford og Marc Guehi varnarmann Crystal Palace.
Toney er að koma úr banni eftir að hafa brotið veðmálareglur en hann er 27 ára framherji.
Guehi er öflugur miðvörður sem hefur verið að koma inn í enska landsliðið.