Andre Onana markvörður Manchester United er að skoða það að mæta ekki í Afríkukeppnina með landsliði sínu Kamerún.
Onana snéri aftur í landsliðið í haust en hann yfirgaf landsliðið á HM í Katar vegna ósættis við þjálfara sinn.
Onana hefur átt ansi marga slaka leiki með United eftir að hann gekk í raðir félagsins í sumar.
Segja enskir miðlar að hann skoði það nú að einbeita sér að félagsliði sínu og sleppa Afríkukeppninni.
Ef Kamerún velur hann hins vegar í hóp sinn, þá getur FIFA sett Onana í bann ef hann neitar að mæta í mótið.
Onana kom til United frá Inter í sumar en hann hefur verið ansi mistækur og þá sérstaklega í Meistaradeildinni.