Newcastle verður án ellefu leikmanna úr aðalliði sínu þegar Manchester United kemur í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.
Harvey Barnes, Sven Botman og Callum Wilson eru allir áfram frá vegna meiðsla.
Sean Longstaff og Joe Willock eru einnig meiddir en eru á batavegi og gætu komið til baka innan tíðar.
Jacob Murphy, Dan Burn, Elliot Anderson, Matt Targett og Javier Manquillo eru allir meiddir og óvíst er hvenær þeir nái heilsu.
Þá er Sandro Tonalli í leikbanni út tímabilið eftir að hafa gerst brotlegur þegar kemur að veðmálum.
Newcastle hefur hins vegar verið að spila vel án þessara leikmanna en hópurinn er þunnskipaður.