Vanda Sigurgeirsdóttir tilkynnti nýverið að hún myndi ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku en hingað til er fyrrum formaðurinn Guðni Bergsson sá eini sem hefur formlega tilkynnt framboð sitt.
„Þorvaldur Örlygsson er að fara fram. Ég er búinn að fá það staðfest,“ segir Mikael í Þungavigtinni.
Þorvaldur þekkir hvern krók og kima knattspyrnunnar. Hann er fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður og þjálfari til margra ára. Í dag starfar hann sem rekstarstjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar.
„Þetta er stórt. Ég ætla að segja að Þorvaldur sé líklegri,“ segir Ríkharð Óskar Guðnason, þáttastjórnandi.