Manchester United er farið að setja kraft í það að reyna að kaupa hinn 16 ára gamla Estevao Willian sem er mikið efni.
Willian er 16 ára gamall kantmaður Palmeiras í Brasilíu..
Manchester City, Chelsea, FC Bayern, Dortmund og Real Madrid eru öll farin að sýna honum áhuga.
United er nú komið inn í leikinn en í Brasilíu er talað um Willian sem næstu vonarstjörnu landsliðsins.
Ungir leikmenn frá Brasilíu eru verðmæt vara og því þarf að greiða væna summu fyrir Willian.