Liverpool hefur tekist á þessu tímabili að gera Anfield að alvöru vígi sem enginn vill mæta á enda tekur Liverpool liðin og slátrar þeim.
Liverpool hefur unnið alla tíu heimaleiki sína á þessu tímabili, og til að gera gott betra hafa allir sigrarnir verið með tveimur mörkum eða meira.
Þetta er aðeins í annað sinn sem enskt félag vinnur tíu heimaleiki í röð með tveimur mörkum eða meira.
Wolves gerði slíkt hið sama árið 1938 en nú hefur Liverpool bæst í þann hóp.
Liverpool vann sannfærandi sigur á LASK í gær en Liverpool er í toppbaráttu í ensku úrvalsdeildinni eftir góðan árangur á heimavelli.
10 – Liverpool have won all 10 of their games at Anfield in all competitions this season, each by a margin of 2+ goals. They're only the second English top-flight side ever to win 10 straight home games by 2+ goals, after Wolves from December 1938 to April 1939 (12). Perfect. pic.twitter.com/TSUFlGLxGm
— OptaJoe (@OptaJoe) December 1, 2023