Leikarinn Dominic Purcell er að vonum ánægður að karakter hans úr Prison Break, Lincoln Burrows, sé húðflúraður á Alejandro Garnacho, leikmann Manchester United.
Purcell sá Garnacho skora glæsilegt hjólhestaspyrnumark í sigri United á Everton um síðustu helgi og fór á samfélagsmiðla á eftir.
„Ef andlitið á mér er flúrað á einhvern er ég ánægður með að það sé á þér. Til hamingju þú og stuðningsmenn Manchester United. Svo fallegt augnablik,“ skrifaði Purcell.
„Er annars einhver séns að þú komir til Liverpool?“ bætti hann svo við léttur í bragði.
Mynd af húðflúrinu má sjá hér að neðan.