Ísland mætir Wales í kvöld í næstsíðasta leik sínum í Þjóðadeild UEFA.
Leikurinn fer fram á Cardiff City Stadium og hefst hann kl. 19:15. Bein útsending verður frá leiknum á RÚV.
Ísland er í þriðja sæti riðilsins, á meðan er Wales í neðsta sæti. Liðið sem endar í neðsta sæti riðilsins fellur niður í B deild, en það sem endar í þriðja sæti fer í umspil í febrúar um að halda sæti sínu í A deild.