Kveikt var í lögreglumanni, tveir hestar og einn hundur slösuðust þegar stuðningsmenn Legia Varsjá mættu til Birmingham í gær.
Legia heimsótti þá Aston Villa í Evrópukeppni en lætin brutust út rétt fyrir leik.
Lögreglumaðurinn sem kveikt var í var fluttur á sjúkrahús en nokkrir lögreglumenn slösuðust í átökunum.
39 stuðningsmenn Legia voru handteknir í átökunum en rúmlega þúsund stuðningsmenn Legia mættu á völlinn án miða og reyndu að koma sér inn.
Málið er litið mjög alvarlegum augum og gæti UEFA refsað Legia fyrir framkomu stuðningsmanna. Þá er ljóst að einhverjir enda í fangelsi.
Police make statement after 39 arrests were made and four officers were injured during clashes with Legia Warsaw fans 🚨 pic.twitter.com/l4K2qo4w6K
— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 1, 2023