Skemmtikrafturinn og hlaðvarpsstjarnan Hjálmar Örn Jóhannsson var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar sem kemur út alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Hjálmar er úr Árbænum og mikill stuðningsmaður Fylkis. Hann er harður á því að Fylkir fari þá leið að spila bara Árbæingum, eins og Athletic Bilbao gerir í spænska boltanum.
„Eins og ég sagði í fyrra vil ég að þetta verði Bilbao style. Það verða bara Árbæingar í liðinu. Nú verða einhverjir brjálaðir en ég ítreka þetta enn og aftur,“ sagði hann.
Hrafnkell var hrifinn af hugmyndinni.
„Þetta myndi sameina fólkið og skapa mikla stemningu.“
Umræðan í heild er hér ofar og þátturinn hér að neðan.