Everton hefur áfrýjað þeim dómi þar sem enska úrvalsdeildin tók tíu stig af liðinu, situr Everton í fallsæti vegna þess.
Þetta er mesta refsing sem félag í deildinni hefur verið beitt.
Málið er nú fyrir dómstól sem tekur áfrýjun félagsins fyrir en Everton telur á sér brotið.
Everton braut reglur um fjármál en tapið á rekstri félagsins var of mikið yfir ákveðið tímabil.
Everton telur sig ekki hafa fengið neina útskýringu á því af hverju tíu stig voru tekin af liðinu en stuðningsmenn félagsins telja að dómurinn sé alltof harkalegur.