fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
433Sport

Er það hræsni hvernig rætt er um Anton? – „Hann hefur seint fengið þá virðingu“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 1. desember 2023 12:58

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður segir gagnrýni á Anton Ara Einarsson vera ósanngjarna þegar litið er til þess að fleiri leikmenn Breiðabliks hafi átt slæmt tímabil.

Anton Ari átti slæman dag í markinu gegn Maccabi Tel Aviv í Evrópukeppni í gær en hann hefur mátt þola mikla gagnrýni á tímabilinu.

„Ég bara held að þetta sé samspil margra þátta, markið sem hann fær á sig í gær. Þú hefðir getað sett hvaða derhúfu og sólgleraugu sem er, þú keppir ekki við sólina. Boltinn fer beint í sólina, derhúfa gerir ekkert,“ segir Gunnar Birgisson í Dr. Football.

„Þetta er fast skot, kemur beint á hann og beint inn í sólina. Það var testað hvort derhúfa gæti bjargað einhverju, það hjálpaði ekkert.“

Gunnar segir að það sé ljóst að það að Blikar skoði nú að fá inn markvörð sé ekki til að hjálpa Antoni.

„Ég geri bara ráð fyrir því að það sé einhver að bíða eftir því að taka plássið, hann hefur seint fengið þá virðingu sem hann hefði átt að vinna sér inn. Hann hefur átt betri tímabil en í ár.“

„Hann hefur sett standarinn hærri en tímabilið í ár, mér finnst umtalið beinast beint að honum. Það eru fleiri leikmenn sem hafa átt slakt tímabil.“

Gunnar nefnir svo aðra leikmenn sem hafa verið slakir í ár.

„Hafsentaparið hefur átt betri tímabil en í ár, Damir og Viktor. Ef við horfum á miðjumenn, Oliver Sigurjónsson, Viktor Karl, Jason Daði. Þeir hafa átt betri tímabil en í ár, liðið er ekki í mojoinu. Það er enginn að efast gæði þessara leikmanna en alltaf farið í að tala um að finna eftirmann Antons.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kári Árna: „Auðvitað er það alveg glatað en það er ekkert hægt að velta sér upp úr því“

Kári Árna: „Auðvitað er það alveg glatað en það er ekkert hægt að velta sér upp úr því“
Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu gæshúðarmyndband: Falleg stund hjá Strákunum okkar og stuðningsmönnum í höllinni í kvöld

Sjáðu gæshúðarmyndband: Falleg stund hjá Strákunum okkar og stuðningsmönnum í höllinni í kvöld
Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland flýgur inn í milliriðil með fullt hús – Ótrúleg frammistaða Viktors Gísla

Ísland flýgur inn í milliriðil með fullt hús – Ótrúleg frammistaða Viktors Gísla
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“
433Sport
Í gær

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku
433Sport
Í gær

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu