Andre Onana, markvörður Manchester United, var í gjafastuði gegn Galatasaray í gær.
Leikur liðanna í Meistaradeild Evrópu fór 3-3 og á United nú veika von um að fara áfram í 16-liða úrslit. Onana, sem kom til United í sumar frá Inter, átti skelfilegan leik.
Gerði hann slæm mistök í þriðja marki Galatasary til að mynda en Darren Fletcher, sem lýsti leiknum á TNT Sports, sagði frá því þegar hann sá viðbrögð United goðsagnarinnar Peter Schmeichel við atvikinu.
„Peter Schmeichel situr rétt hja okkur og hann setti hendurnar um höfuðið,“ sagði Fletcher í beinni.
United þarf að vinna Bayern Munchen í lokaleik sínum í riðlinum og treysta á jafntefli í leik FC Kaupmannahafnar og Galatasaray.