Samkvæmt enskum blöðum vill Erik ten Hag fara að skoða það að spila hinum 16 ára gamal Jack Fletcher sem hrifið hefur hann mikið.
Fletcher æfði með aðalliði United í vikunni og er hollenski stjórinn ansi hrifin af því sem hann hefur séð.
Jack er sonur Darren Fletcher sem starfar hjá United í dag en hann átti mjög farsælan feril hjá félaginu.
Jack er talið mikið efni en hann mun að öllum líkindum fara á lán á næstu leiktíð til að fá dýrmæta reynslu.
Fletcher var áður í herbúðum Manchester City en skipti yfir til United í fyrra.