Líklegt er talið að Jurgen Klopp stjóri Liverpool vilji fá inn miðjumann í janúar en miklar breytingar hafa orðið á því svæði.
Liverpool festi kaup á miðjumönnum í sumar en þeir Alexis Mac Allister, Dominik Szoboszlai, Wataru Endo og Ryan Gravenberch komu allir til félagsins.
Szoboszlai og Mac Allister hafa stimplað sig inn en Endu og Gravenberch hafa ekki komist í stór hlutverk.
Nú segja erlendir miðlar frá því að Liverpool sé aftur farið að skoða það að kaupa Khephren Thuram miðjumann Nice.
Talið er að franski leikmaðurinn sé til sölu fyrir 45 milljónir punda en hann var sterklega orðaður við Liverpool síðasta sumar.
Khephren er 22 ára gamall og hefur gríðarlega mikla orku sem gæti hentað vel í leikstíl Jurgen Klopp.