Nokkur fjöldi mótmælenda er fyrir utan Kópavogsvöll þar sem leikur Breiðabliks og ísraleska liðsins Maccabi Tel Aviv fer nú fram í Sambansdeildinni.
Margir mættu með palestínska fánann og héldu honum á lofti fyrir leik en einhverjir voru með þann ísraelska.
Lögregla var þá með mikinn viðbúnað í kringum allan völlinn og máttu áhorfendur ekki fara með fána þjóðanna í stúkuna.
Ljósmyndari DV myndaði mótmælin.