Lionel Messi vildi ekki mæta í beina útsendingu CBS frá Meistaradeildinni vegna þess að Jamie Carragher fyrrum varnarmaður Liverpool var í útsendingunni.
Frá þessu var greint á CBS i gær en hann hefur meðal annars kallað Carragher asna eftir umfjöllun hans.
Carragher var að segja frá því að hann teldi Messi besta knattspyrnumann sögunnar og ekki væri hægt að bera hann og Cristiano Ronaldo saman.
Þátturinn var tekinn upp í Miami og buðu CBS Messi að koma og fara yfir Meistaradeildina. Svarið frá félagi hans Inter Miami var á þá leið að Messi myndi aldrei mæta í þátt þar sem Carragher er.
Umræða um þetta er hér að neðan.
Is the Messi vs. Ronaldo debate settled? 🐐
The real reason Leo Messi didn't make a #DestinationMiami appearance… @carra23 is standing his ground. 😂 pic.twitter.com/5Ie6Ku6Q1d
— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) November 29, 2023