Liverpool vann öruggan sigur á LASK Linz í Evrópudeildinni í kvöld og er búið að vinna sinn riðil. Luis Diaz kom Liverpool yfir á tólftu mínútu.
Cody Gakpo kom Liverpool í tvö núll og Mo Salah skoraði svo þriðja markið úr vítaspyrnu.
Cody Gakpo skoraði svo fjórða markið undir lokin en Jurgen Klopp stillti upp mjög sterku liði.
Liverpool er búið að vinna E-riðilinn sinn og getur hvílt menn í síðustu umferðinni.
Kristian Nökkvi Hlynsson byrjaði á meðal varamanna í tapi gegn Marseille. Kristian lagði hins vegar upp mark eftir að hafa komið inn sem varamaður.
Ajax er úr leik í Evrópudeildinni en gengi hollenska liðsins hefur verið slakt.