Samkvæmt fréttum á Englandi í dag má Aaron Ramsdale markvörður Arsenal fara frá félaginu næsta sumar, hann fær hins vegar ekki að fara í janúar.
Ramsdale er orðinn varamarkvörður Arsenal eftir að félagið fékk David Raya á láni frá Brentford.
Arsenal ætlar að ganga frá kaupum á Raya og Ramsdale hefur því áhuga á að fara annað.
Ramsdale er sagður vilja fara í janúar enda er hann í hættu á að missa sæti sitt í enska landsliðshópnum vegna stöðunnar.
Aaron Ramsdale var ný búinn að skrifa undir nýjan samning við Arsenal þegar Raya kom, hann var því hissa á því að missa sætið sitt.
Chelsea og Newcastle eru sögð hafa áhuga á Ramsdale en einnig Bournemouth, Sheffield United og Wolves.