Arsenal hefur áhuga á að krækja í Jeremie Frimpong frá Bayer Leverkusen. Mirror segir frá.
Frimpong er 22 ára gamall hægri bakvörður sem getur einnig spilað ofar á vellinum.
Hann hefur verið frábær fyrir Leverkusen sem er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar og vekur það áhuga enn stærri félaga.
Arsenal er þar á meðal en einnig Manchester United.
Það er talið að Frimpong sé metinn á um 34 milljónir punda.
Líklegra þykir að hann færi næsta sumar frekar en í janúar, ef hann fer á næstunni á annað borð.