Chelsea ætlar að kalla Andrey Santos til baka úr láni frá Nottingham Forest í janúar.
Þessi 19 ára gamli miðjumaður kom til Chelsea frá heimalandinu, Brasilíu, snemma á þessu ári en var lánaður til Forest í sumar.
Santos hefur hins vegar aðeins spilað sjö mínútur í ensku úrvalsdeildinni og ljóst að hann græðir lítið á því að vera á láni hjá Forest.
Chelsea ætlar því að kalla Santos til baka en félagið hefur áhyggjur af því að lánsdvölin skaði framþróun leikmannsins.
Hvort að Santos verði svo hjá Chelsea seinni hluta leiktíðar eða verði lánaður annað á eftir að koma í ljós.