Jurrien Timber varnarmaður Arsenal hefur glatt stuðningsmenn félagsins með því að birta myndir af endurhæfingu sinni.
Hollenski varnarmaðurinn sleit krossband í fyrsta leik tímabilsins en talið er að hann spili ekki meira á þessu tímabili.
Timber er hins vegar byrjaður að taka á því í ræktinni eftir meiðslin sem gefur stuðningsmönnum Arsenal veika von.
„Endurkoman er hafin, er byrjaður að leggja inn vinnuna,“ skrifar Timber sem er 22 ára gamall.
Arsenal keypti Timber frá Ajax í sumar og eru gerðar talsverðar væntingar við kauða.