Íslenska U20 ára landslið kvenna vann 1-0 sigur gegn Svíþjóð en leikið var í Miðgarði í dag. Mark Íslands skoraði Sigdís Eva Bárðardóttir. Um vináttulandsleik var að ræða.
Íslenska liðið heldur til Spánar 2. desember þar sem það mætir Austurríki í umspilsleik um laust sæti á HM 2024.
Leikurinn fer fram þann 4. desember klukkan 16:00 og verður í beinni útsendingu hjá Sjónvarpi Símans.